5.3.2009 | 13:22
Landhelgisgæslan er meira en þyrlurekstur.
Niðurskurður hjá Landhelgisgæslunni snertir alla starfsemina, ekki bara þyrlurekstur. Hann kemur niður á úthaldi varðskipa og starfsemi stjórnstöðvar / vaktstöðvar siglinga, sjómælinga og öðrum mikilvægum þáttum í starfsemi LHG.
Samdráttur gæti bitnað viðbragðsgetu stjórnstöðvar, á fjarskiptaþjónustu við skip á íslensku hafsvæði, á tilkynningarskyldu íslenskra skipa og getu LHG til að fylgjast með skipaumferð á okkar hafsvæði.
Niðurskurður á öðrum sviðum í rekstri LHG hefur óhjákvæmilega miður æskileg áhrif á rekstur þyrla í flugdeild LHG.
Hugsanlegt að Gæslan taki við verkefnum af Varnarmálastofnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Þakkirnar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vil ítreka þá skoðun mína á RÍKIS rekstri, að það eru þrír þættir sem ALDREI eiga að stríða við NIÐURSKURÐ EÐA SPARNAÐ, því það endar alltaf á því að spara AURINN en kasta krónunni. Þessir þættir eru; ÖRYGGISMÁL, HEILBRIGÐISMÁL OG MENNTAMÁL. Skynsamt aðhald er allt annar hlutur og að spyrja fyrst og eyða svo er alltaf nauðsynlegt. Hagsýni er hin GULLNA regla, sem halda verður í heiðri, stundum er betra að kaupa dýari hlutinn en þann sem kanski er bara 10 til 20 prósent ódýrari, ef sá dýrari endist kanski tvöfalt eða þrefalt lengur. Útboð skilja ekki á milli gæða heldur verðmiða og oft er verið að kaupa Köttinn í sekknum.
Ég hef átt þeim forréttindum að njóta að fylgjast með rekstri Landhelgisgæslunar að ýmsu leiti og er ég full viss um að þar á bæ er ekki verið að bruðla með hlutina. Útboð Ríkiskaupa hafa kanski farið oft verr með rekstrar féð en ella, þegar laga þarf hluti sem voru keyptir svo ódýrt að laga þurfi fyrir mikin kostnað áður en hægt er að koma hlutunum í gagn, má þar nefna sem gott dæmi; ferjuna frægu sem margfaldað hefur verð sitt á allskyns klúðri. Það vill oft gleymast að ráðfæra sig við fagmenn og þá sem eiga að nota hlutina, í stað þess að kaupa bara það sem ódýrast býðst.
Landhelgisgæslan er að sinna varnarmálum landsins, þó ekki sé það hernaðarlegt. Allar þær heræfingar sem fram hafa farið í og við landið hafa allar verið með hlutdeild Landhelgisgæslunar. Helsta varnarmálið er öryggi sjómanna, leit og björgun á landi, lofti og legi, ef það eru ekki forgangs varnarmál, hvað er það þá?
kær kveðja Jón
Jón Svavarsson, 5.3.2009 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.